Prinsinn
Er maður áreiðanlegt vitni í sinni eigin sögu? Er hægt að muna hlutina rétt?
Prinsinn er alveg örugglega langbesta sjoppan undir Jökli, og það er þar sem hlutirnir gerast, að nóttu sem degi – sérstaklega ef maður vinnur í sjoppunni og er með lyklana!
17 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum ásamt vini sínum þegar síminn hringir. Sæta stelpan sem vinnur á Prinsinum er í símanum. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Hvernig getur maður orðið pabbi sautján ára, og mamman bara sextán? Er framtíðin í rúst?
Í verkinu kynnumst við manni á fertugsaldri sem bíður í ofvæni eftir því að barn hans komi í heiminn. Eftirvænting og kvíði takast á í huga hans, og atburðir sem áttu sér stað tveimur áratugum fyrr fara að sækja á hann.
Hjartnæmt og fyndið nýtt íslenskt leikrit, byggt á sönnum atburðum, sem talar beint til okkar.
Leikarar
Listrænir stjórnendur
Þjóðleikhúsið sýnir í samstarfi við Frystiklefann á Rifi.
Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði og Sóknaráætlun Vesturlands.
Tónlist í sýningunni er eftir Úlf Eldjárn, en einnig eru flutt brot úr lögum eftir aðra: Sumarsykur (Igore), Hjá þér (Sálin hans Jóns míns), Spenntur (Á móti sól), Ég er frjáls (Facon), Fingur (Írafár), Hef ekki augun af þér (Sóldögg), Skjóttu mig (Skítamórall).
Titillag sýningarinnar, Prinsinn, er eftir Úlf Eldjárn, Vigdís Hafliðadóttir syngur og er jafnframt höfundur texta.