/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Kári Viðarsson

Höfundur, Leikari
/

Kári Viðarsson leikur í Prinsinum í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann er einnig meðhöfundur verksins og leikhúsið hans, Frystiklefinn, meðframleiðandi.

Kári lærði leiklist við Rose Bruford College í London og útskrifaðist árið 2009.

Kári er stofnandi og eigandi Frystiklefans í Rifi og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi leikari, höfundur og framleiðandi við fjölda leiksýninga og annara verkefna í Frystiklefanum, í Hafnarfjarðarleikhúsinu, í Tjarnarbíói og hjá Leikfélagi Akureyrar. Þá hefur Kári unnið með sjálfstæðum leikhópum, m.a. Óskabörnum Ógæfunnar, 54 Þrep, Silfurtunglinu og Skýjasmiðjunni. 

Helstu hlutverk Kára á leiksviði eru; Öll hlutverkin í einleiknum Hetju, Birgir í Mar, Ýmis hlutverk í 21:07, Einar í Saknað hjá LA & Silfurtunglinu, Axlar Björn í Góðir Hálsar, Prófessor Lindenbrook í Journey to the centre of the earth, Skúli í Trúðleik, Ókunnugur í einleiknum Ókunnugum, Froskaprinsinn í Dísu Ljósálfi, Davíð í Nóttin var sú ágæt ein, ýmis hlutverk í Rocinante Rocinante! með leikhópnum Panta Rei, ýmis hlutverk í Morbid, We are the sleepyheads, Happiness Begins, Happiness Ends og ArtHeizt með leikhópnum Fiasco Division.

Kári hefur einnig tekið að sér ýmis hlutverk fyrir talsetningu og sjónvarp. Hann lék m.a. hlutverk í þáttaröðunum Hraunið, Makalaus, Tími Nornarinnar og Vegferð.

Fyrir leiksýningar Frystiklefans hefur Kári hlotið Eyrarrósina, Menningarverðlaun DV og í þrígang verið tilnefndur til Grímuverðlauna.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími