Orð gegn orði (Prima Facie)

Orð gegn orði (Prima Facie)

Splunkunýtt verðlaunaverk sem heldur þér í heljargreipum
FRUMSÝNING
17.11. 2023
LENGD
1.45 ekkert hlé
VERÐ
7.550
Kaupa leikhúskort

Textun á íslensku og ensku

Við vekjum sérstaka athygli á sýningu með íslenskum og enskum texta þann 9. október nk.

 

Þessa sýningu verður þú að sjá!

Orð gegn orði (Prima Facie) sló í gegn með eftirminnilegum hætti á síðasta leikári og var verkið sýnt yfir 50 sinnum fyrir fullu húsi, fyrst í Kassanum og svo á Stóra sviðinu. Viðbrögð við sýningunni voru með eindæmum sterk og ákafar umræður sköpuðust um efni hennar í samfélaginu, enda erindi verksins afar brýnt. Ebba Katrín Finnsdóttir var tilnefnd til Grímunnar fyrir leik sinn í þessum magnaða verðlaunaeinleik.

Tessa er ungur og metnaðarfullur lögmaður, hámenntuð og eitursnjöll, sem hefur tekist að klífa hratt upp metorðastigann. Hún vinnur hvert málið á fætur öðru, með framúrskarandi þekkingu sinni á lagabókstafnum, ver sakborninga af fimi og prófar vitni með úthugsuðum spurningum. Skyndilega verður ófyrirsjáanlegur atburður í einkalífi hennar til þess að allt sem virtist svo borðleggjandi sýnist ekki eins einfalt og skýrt og áður, og hún neyðist til að taka hugmyndir sínar og viðhorf til gagngerrar endurskoðunar.

Athugið að sýningin er ekki við hæfi barna. 

„Þetta var leiksigur sem maður sér ekki oft.“

 

Hugrás, D.K.

Suzie Miller hlaut Olivier-verðlaunin fyrir leikritið árið 2023

 

Orð gegn orði (Prima Facie) er margverðlaunað, nýtt verk sem sló í gegn á West End og Broadway, eftir að hafa unnið til leikritunarverðlauna ástralska rithöfundasambandsins. Verkið hlaut Olivier-verðlaunin árið 2023, auk þess sem sýningin hlaut fjölda tilnefninga til Olivier-verðlaunanna og Tony-verðlaunanna.


Ebba Katrín Finnsdóttir leikur Tessu

 

Ebba Katrín Finnsdóttir útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands 2018. Í vetur leikur hún í Orð gegn orði (Prima Facie) og Ellen B. Hún lék hér annað titilhlutverkið í Rómeó og Júlíu og var einn af höfundum tónlistar í sýningunni, lék Uglu í Atómstöðinni, í Ást og upplýsingum, Meistaranum og Margarítu og Þínu eigin leikriti II-Tímaferðalagi.

 

Nánar

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Höfundur
Þýðing
Leikmynd og búningar
Tónlist
Myndbandshönnun

Í sýningunni eru blikkandi ljós. 

Kveikjuviðvörun (e. Trigger Warning): Sjá nánar um viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar hér.

Sýningarréttur: Nordiska ApS og The Agency (London).

Titill á frummáli: Prima Facie.

„Árangurinn er líka leiksigur sem lengi verður í minnum hafður, það fór ekki á milli mála eftir viðtökurnar í gærkvöldi.“

„Ebba Katrín er ein besta – kannski besta – leikkona sinnar kynslóðar.“

TMM, S.A.

Myndbönd

Stikla

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn og umsjón
Sýningarstjórn og aðstoðarmaður leikstjóra
Leikgervi, yfirumsjón
Búningadeild, yfirumsjón
Teymisstjóri leikmynda- og leikmunaframleiðslu
Tæknileg útfærsla leikmyndar
Leikmyndarsmíði
Málmsmíði
Leikmunir, yfirumsjón

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími