/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Suzie Miller

/

Suzie Miller er höfundur leikritsins Orð gegn orði (Prima Facie).

Suzie Miller hefur sent frá sér leikrit og kvikmynda- og sjónvarpshandrit, þar sem hún tekst á við mannlega reynslu í sinni margbreytilegu og flóknu mynd, og rannsakar gjarnan birtingarmyndir óréttlætis. Sýndar hafa verið um 40 uppfærslur á leikritum hennar víða um heim og hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir leikrit sín. Hún hefur skrifað leikrit fyrir leikhús á borð við Breska þjóðleikhúsið, Skoska þjóðleikhúsið, Griffin Theatre og La Boite Theatre í Ástralíu, og Theatre Gargantua í Kanada.

Leikrit Miller Orð gegn orði, eða Prima Facie, var frumflutt í Griffin
Theatre árið 2019 og sló umsvifalaust í gegn. Meðal verðlauna
sem verkið hefur hlotið eru AWGIE for Drama; David Williamson
Award for Outstanding Theatre Writing og Major AWGIE
verðlaunin sem eru veitt fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús.
Verkið hefur nú verið þýtt á 20 tungumál.

Prima Facie var frumsýnt við frábærar viðtökur á West End árið
2022 af Empire Street Productions með Jodie Comer í hlutverki
Tessu. Sýningin var flutt yfir á Broadway árið 2023. Árið 2023
vann sýningin til Tony verðlauna fyrir bestu leikkonu (Jodie
Comer) og Olivier verðlauna fyrir besta nýja leikritið og bestu
leikkonu (Jodie Comer), og hlaut að auki þrjár tilnefningar til
Olivier verðlauna og tilnefningu til What’s On Stage verðlaunanna
í London fyrir besta nýja leikritið.

Meðal annarra verðlauna sem Miller hefur unnið til eru National
Griffin Theatre award, Kit Denton Award for Writing with
Courage, NY Fringe Festival Overall Excellence Award for
Outstanding Playwriting og AWGIE fyrir útvarpsleikrit, auk
þess sem hún var tvívegis valin til að vera sérstakur nemandi
Edward Albee.

Miller hefur nú samið kvikmyndahandrit sem byggt er á Prima
Facie fyrir Bunya Productions og Participant Media í Bandaríkjunum, og mun Cynthia Erivo fara með aðalhlutverkið.

Meðal leikrita sem Miller hefur skrifað eru Prima Facie og Caress/
Ache fyrir Griffin leikhúsið, Sunset Strip fyrir Griffin Independent,
Dust fyrir Black Swan State Theatre Company, The Mathematics
of Longing fyrir La Boite Theatre, Overexposed fyrir Performing
Lines WA, Driving into Walls fyrir Perth International Arts Festival
og Sydney Opera House, Snow White fyrir Queensland Opera,
Transparency fyrir Ransom Theatre Northern Ireland &
Seymour Centre/Riverside Theatres, Velvet Evening Seance
fyrir Skoska þjóðleikhúsið, The Sacrifice Zone fyrir Theatre
Gargantua í Kanada, Reasonable Doubt fyrir Cherry Tree
Theatre New York og Sold fyrir Theatre 503 London. Árið 2022
voru frumsýnd tvö ný leikrit eftir Miller, annars vegar Anna K
sem hún skrifaði fyrir Malthouse Theatre og Of Many, One
fyrir Sydney Theatre Company. Á þessu ári var frumflutt leikrit
hennar Jailbaby, sem hún skrifaði fyrir Griffin Theatre Company.
Sem stendur er hún að skrifa leikrit fyrir Jonathan Church
Productions í London.

Miller vinnur um þessar mundir að ýmsum verkefnum fyrir sjónvarp
og kvikmyndir, m.a. kvikmyndaaðlögun leikrits síns Dust,
og sjónvarpsþáttaröð fyrir Drama Republic, Matchbox Pictures,
Curio og Synchronicity sem sýna á í Bretlandi og Ástralíu. Hún
vinnur að aðlögun skáldsögu sinnar Bruny fyrir Film Art Media.
Miller situr í stjórn Australian Writers’ Guild (AWG)
og í stjórn nokkurra leikhúsa.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími