/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Þóra Karítas Árnadóttir

Leikstjóri
/

Þóra Karítas leikstýrir Orð gegn orði í Þjóðleikhúsinu.

Þóra Karítas Árnadóttir útskrifaðist með leiklistargráðu frá The Webber Douglas Academy árið 2006. Hún hefur starfað sem leikkona hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og með Sjálfstæðu leikhópunum, og lék m.a. einleikinn Ég heiti Rachel Corrie í Borgarleikhúsinu. Hún þreytti frumraun sína sem leikstjóri með sýningunni Samdrættir í Tjarnarbíói árið 2023. Þóra er með B.A. gráðu í guðfræði og MA gráðu í ritlist frá HÍ. Hún hefur sent frá sér tvær bækur, Mörk – saga mömmu og Blóðberg, en sú fyrrnefnda var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Þóra er jafnframt eigandi Silfra Productions sem framleiðir sjónvarpsþætti. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir leikstjórn á leikritinu Samdrættir og leik í Fool for Love og til Edduverðlaunanna fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Ástríði.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími