/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ragnar Jónasson

/

Ragnar Jónasson þýðir Orð gegn orði (Prima Facie) fyrir Þjóðleikhúsið.

Ragnar Jónasson hefur sent frá sér 15 skáldsögur. Bækur hans hafa komið út í 36 löndum og selst í yfir fjórum milljónum eintaka. Hann átti um tíma þrjár af mest seldu bókum Þýskalands og bækur hans hafa m.a. setið á metsölulistum Sunday Times í Bretlandi, Wall Street Journal í Bandaríkjunum og Amazon. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir ritstörf, m.a. fyrir bestu þýddu glæpasöguna í Danmörku, á Spáni og í Bretlandi. Bók Ragnars Snjóblinda var valin besta glæpasaga síðustu 50 ára í Frakklandi og ein af 100 bestu glæpasögum allra tíma í Bretlandi, og The Times valdi Dimmu sem eina af 100 bestu glæpasögum sem komið hafa út frá árinu 1945. Nú standa yfir tökur á sjónvarpsseríu CBS Studios byggðri á Dimmu í leikstjórn Lasse Hallström með Lenu Olin í aðalhlutverki. Ragnar hefur þýtt fjórtán skáldsögur eftir Agöthu Christie á íslensku. Hann er menntaður lögfræðingur og starfar í hlutastarfi sem stundakennari í lögfræði við Háskólann í Reykjavík.

/
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími