
Leitin að jólunum
Tveir skrýtnir og og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Sönglög Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið.
Sívinsælt aðventuævintýri
Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir og fyrir fullu húsi allt frá því að hún var frumsýnd árið 2005. Verkið er nú sýnt sautjánda leikárið í röð og eru sýningarnar
orðnar um 400 talsins.

Leikarar
Listrænir stjórnendur









