Kafbátur
Barnasýning ársins heillar alla
-
Frumsýning: 20. mar. 2021
-
Sýningafjöldi: 22
-
Síðasta sýning: 16. okt. 2021
-
Fjöldi áhorfenda: 1.093
Fyndið og fjörugt leikrit
Argentína er fjörug tíu ára stelpa sem ferðast með pabba sínum um höfin í kafbát eftir að öll lönd eru sokkin í sæ. Báturinn er ævintýraveröld út af fyrir sig og pabbi segir Argentínu skemmtilegar sögur, t.d. um mömmu hennar sem þau feðginin leita að. En þegar dularfullar persónur skjóta óvænt upp kollinum þarf Argentína að spyrja sig að því hvort pabbi segi alltaf satt og hvort fólk hafi virkilega alltaf þurft að búa í kafbátum.
Einstakt og fyndið leikrit um æsispennandi háskaför um hafdjúpin, sem snertir bæði hjartað og hláturtaugarnar. Verkið var valið úr 150 verkum sem bárust þegar Þjóðleikhúsið auglýsti eftir nýjum leikritum fyrir börn.
Aldursviðmið: 5-12 ára
Leikritið Kafbátu fékk fjórar tilnefningar til Grímunnar. Hún hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins og Kjartan Darri Kristjánsson fékk Grímuverðlaunin í flokknum Leikari ársins í aukahlutverki.
Leikarar
Aðstandendur sýningar
-
Mathilde Anne Morant Leikmunir, yfirumsjón
-
Aron Þór Arnarsson Hljóðhönnun
-
Finnur Arnar Arnarson Leikmynd
-
Jóhann Friðrik Ágústsson Lýsing
-
Ólafur Ágúst Stefánsson Lýsing
-
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Búningar
-
Hjördís Sigurbjörnsdóttir Búningadeild
-
Leila Arge Búningadeild
-
Ingveldur E. Breiðfjörð Búningadeild
-
Jón Stefán Sigurðsson, í leyfi Umsjónarmaður og sýningarstjóri
-
Michael John Bown Leikmyndarsmíði
-
Hildur Evlalía Unnarsdóttir Teymisstjóri leikmyndaframleiðslu
-
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir Leikgervi, yfirumsjón
-
Silfá Auðunsdóttir Leikgervi, yfirumsjón
-
Hilmar Guðjónsson Aðstoðarleikstjóri
-
Rebecca Scott Lord Yfirmálari
-
Harpa Arnardóttir Leikstjórn
-
Arturs Zorģis Yfirsmiður
-
Helgi Þórsson Leikmyndarsmíði
-
Gunnar Eiríksson Höfundur
-
Bergsveinn Birgisson Þýðing
-
Magnús Trygvason Eliassen Hljóðhönnun, Tónlist
-
Steingrímur Teague Hljóðhönnun, Tónlist
-
Heimir Freyr Hlöðversson Myndbandshönnun