/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Ebba Katrín Finnsdóttir

Leikari
/

Ebba Katrín Finnsdóttir útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018. Ebba leikur í Óresteiu og Línu Langsokk í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún lék hér m.a. í einleiknum Orð gegn orði, Ellen B., Rómeó og Júlíu, Meistaranum og Margarítu, Nokkur augnablik um nótt, Ást og upplýsingar og Atómstöðinni. Hún lék í Temple of Alternative Histories í Staatstheater Kassel í Þýskalandi. Hún lék í Dúkkuheimili 2. hluta, NÚNA 2019, Hamlet litla og Matthildi í Borgarleikhúsinu. Ebba leikur aðalhlutverkið í sjónvarsþáttaröðinni Hildi sem verður frumsýnd í ársbyrjun 2026 og í Húsó á RÚV. Meðal kvikmynda og sjónvarpsmynda sem hún hefur leikið í eru King & Conqueror, Danska konan, Vigdís, Nokkur augnablik um nótt, Mannasiðir, Agnes Joy, Venjulegt fólk og Áramótaskaupið. Ebba Katrín hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Atómstöðinni og var tilnefnd fyrir Orð gegn orði, Rómeó og Júlíu, Ellen B. og Matthildi, og fyrir tónlist ársins fyrir Rómeó og Júlíu. Ebba var bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2024.

 

 

Nánar um feril:

 

Ebba Katrín útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018. Eftir útskrift starfaði hún við Borgarleikhúsið þar sem hún lék Emmu í Dúkkuheimili 2. hluti, Marínu í NÚNA 2019, Ófelíu og Laertes í Hamlet litli og Filippíu í söngleiknum Matthildur. 

Ebba starfar nú við Þjóðleikhúsið. Fyrsta verkefni hennar í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Uglu í Atómstöðinni í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur. Önnur hlutverk eru Tessa Ensler í einleiknum Orð gegn orði á stóra sviði Þjóðleikhússins, Klara; Ellen Babic, Júlía; Rómeó og Júlía, Korovief; Meistarinn og Margaríta, Björk; Nokkur augnablik um nótt og ýmis hlutverk í Ást og Upplýsingar. Sumarið 2022 fór hún með hlutverk Brynhildar Buðladóttur og völvu í uppsetningu Þorleifs Arnar Arnarssonar; Temple of Alternative Histories sem sýnt var í Staatstheater Kassel, Þýskalandi.

 

Ebba leikur aðalhlutverkið í þáttaröðinni HILDUR sem frumsýnd verður í janúar 2026 og í HÚSÓ sem sýnt var á RÚV vorið 2024. Önnur kvikmyndaverkefni eru King & Conqueror, Danska Konan, VIGDÍS, Nokkur Augnablik Um Nótt, Mannasiðir, Agnes Joy, Venjulegt Fólk, Áramótaskaupi sjónvarpsins og stuttmyndunum Samræmi og Sorg étur hjarta. Ebba Katrín hlaut Grímuverðlaunin 2020 sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Uglu í Atómstöðinni og hefur verið tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sítt í Orð gegn orði og Rómeó & Júlíu, tilnefnd sem leikkona ársins í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Ellen Babic og Matthildi og tilnefnd fyrir tónlist ársins fyrir sýninguna Rómeó og Júlía. Ebba var valin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2024. 

Opnunartími miðasölu
Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími