Saknaðarilmur
Sigurgangan heldur áfram
Saknaðarilmur fékk hreint magnaðar viðtökur á síðasta leikári og hlaut Grímuverðlaunin fyrir sýningu ársins, leikrit ársins, leikkonu ársins í aðalhlutverki og tónlist ársins. Alls hlaut sýningin átta Grímutilnefningar. Nokkrum aukasýningum hefur verið bætt við í nóvember og desember. Þessa sýningu verða allir að sjá!
Magnaður efniviður Elísabetar Jökulsdóttur öðlast nýtt líf á leiksviðinu í meðförum sama listræna teymis og skapaði tímamótasýninguna Vertu úlfur. Einstaklega áhrifamikil sýning, gædd sjónrænum töfrum, um viðkvæm en brýn málefni sem snerta okkur öll.
Nýtt leikverk byggt á rómuðum bókum Elísabetar Jökulsdóttur
Þegar fullorðin skáldkona missir móður sína er komið að stóra uppgjörinu. Nú fyrst er hún tilbúin að horfast í augu við erfiða æsku sína, föðurmissi, geðveikina, ástina og sturlað lífshlaup sitt. Af hverju náðu þessar tvær konur aldrei sambandi, þó að þær hafi deilt öllu lífi sínu, og reynt að horfast í augu í gegnum sorgir og sigra? Verkið er áhrifarík saga af lítilli, draumlyndri stúlku sem verður að manísku skáldi, ástföngnum fíkli og stórskemmtilegum sögumanni. Hún er brotin, beitt og brjáluð. Geta áföll gert okkur veik? Erfist þjáning á milli kynslóða?
Sýningar á Akureyri í mars.
Leikari
Myndbönd
Listrænir stjórnendur
Í sýningunni eru blikkandi ljós.
Kveikjuviðvörun (e. Trigger Warning): Sjá nánar um viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar hér.
Aðrir aðstandendur
Sérstakar þakkir: Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Stefán Baldursson, Héðinn Unnsteinsson, Magnús Geir Þórðarson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Hrafnhildur Hagalín, Ilmur Stefánsdóttir, Halldór Guðmundsson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Andri S. Björnsson, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Benedikt Erlingsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Elín Ebba Ásmundsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hafliði Arngrímsson, Arna Hauksdóttir – Áfallsaga kvenna, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Björg Ragnheiður Vignisdóttir. Dagur, Dísa, Stefán og Björn Thors.
Ráðgjöf varðandi áföll og minningar: Andri S. Björnsson, Arna Hauksdóttir.