Ex

Ex

Frábærar viðtökur – leikkona ársins – fimm Grímutilnefningar
Svið
Stóra sviðið
Frumsýnt
28. jan ’23
Leikstjóri
Benedict Andrews
Lengd
1.50 ekkert hlé

Nína Dögg hlaut Grímuverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki

 

Fyrri verkin tvö í Mayenburg-þríleiknum sem Þjóðleikhúsið heimsfrumsýnir, Ellen B. og Ex, hlutu frábærar viðtökur á síðasta leikári. Hvor sýning um sig var tilnefnd til fimm Grímuverðlauna, auk þess sem Ellen B. hlaut verðlaunin fyrir sýningu ársins, leikstjórn ársins og leikara ársins í aukahlutverki, og Ex fyrir leikkonu ársins í aðalhlutverki.

Þriðja verkið, Ekki málið, verður frumsýnt í september 2023 í leikstjórn höfundarins sjálfs.

Boðið verður upp á örfáar aukasýningar á Ellen B. og Ex í október og nóvember, og gefst þá færi á að sjá allan þríleikinn. Verkin í þríleiknum, Ellen B., Ex og Ekkert mál, eru sjálfstæð, en ákveðin þemu og eiginleikar tengja þau.

Fortíðin bankar upp á. Lokkandi tilhugsun? Eða lamandi?

Annað verkið í glænýjum þríleik eftir Mayenburg – flugbeitt sálfræðidrama 

 

Á fallegu heimili fyrirmyndarhjóna, arkítekts og læknis með tvö ung börn er bankað upp á um miðja nótt. Fyrir utan stendur fyrrverandi kærasta eiginmannsins og bráðvantar samastað eftir að hafa flutt út frá sambýlismanni sínum í miklum flýti. Fljótlega breytist heimilið í vígvöll þar sem ásakanir og uppljóstranir þjóta á milli eins og byssukúlur. Hvað dró þetta fólk hvert að öðru í upphafi?

Hvort skiptir meira máli í hjónabandi til lengdar, ástríðan eða sameiginleg markmið, lífssýn og samfélagsstaða? Af vægðarleysi og sótsvörtum húmor er tekist á við ágengar spurningar um hjónabandið, ástina og tærandi afbrýðisemi, lífsorkuna og lífsleiðann, fjölskylduna, kynlífið og ofbeldið í samböndum fólks. 

Ex var frumflutt hjá Riksteatern í Svíþjóð 2021. Hér er á ferðinni réttnefnt leikhúskonfekt, þar sem stórleikarar í bitastæðum hlutverkum kryfja líf nútímafólks.

Kveikjumerking (e. Trigger Warning): Sjá nánar um viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga og notkunar tæknibúnaðar hér.

 

Leikarar

Sesselja Katrín Árnadóttir leikur Betu, dóttur Daníels og Sigrúnar.

Myndbönd

Viðtal við Gísla Örn
Viðtal við Nínu Dögg
Viðtal við Kristínu Þóru

Listrænir stjórnendur

Sýningarréttur: Colombine Teaterförlag.

Nína Dögg er stórkostleg í hlutverki Sylvíu og hefur rýnir ekki séðhana gera betur á leiksviði

SBH, Mbl

Aðrir aðstandendur

Umsjón með skjátextum á 7. sýningu: Júlíana Kristín Jóhannsdóttir.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími