Elísa Sif Hermannsdóttir lauk BA-prófi í sýningarstjórn við Royal Central School of Speech and Drama í London árið 2020. Hún starfar sem sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu og hefur meðal annars verið sýningastjóri í Stormi, Frosti, Ellen B., Ex, Múttu Courage, Framúrskarandi vinkonu og Kardemommubænum. Hún starfar jafnframt í fræðsluteymi Þjóðleikhússins. Elísa hefur sinnt ýmsum verkefnum á sviði lista og menningar, bæði hérlendis og í London, m.a. hjá Sadler‘s Wells Theatre og Norwich Playhouse.

Starfsfólk Þjóðleikhússins
