Guðjón Davíð Karlsson
útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2005. Hann hefur leikið í fjölda verkefna í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum, samið leikrit og handrit sjónvarpsmynda og leikstýrt í leikhúsi og sjónvarpi. Hann leikur í Yermu, Frosti og Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur, og lék hér nýlega í Verkinu, Hvað sem þið viljið, Jólaboðinu og Nashyrningunum. Hann var fastráðinn við Leikfélag Akureyrar 2005, Borgarleikhúsið 2008 og Þjóðleikhúsið 2015. Í Þjóðleikhúsinu samdi hann, í samvinnu við Birgittu Haukdal, Láru og Ljónsa og leikstýrði sýningunni. Hann leikstýrði og samdi Slá í gegn, samdi Fjarskaland og leikstýrði Útsendingu. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Lof mér að falla og Algjör Sveppi (1-4), sjónvarpsþáttunum Verbúðinni og í væntanlegu sjónvarpsþáttaröðunum Vigdísi, Dönsku konunni og Reykjavík Fusion. Hann hlaut Edduna fyrir barnaefni ársins 2014 og var tilnefndur fyrir Verbúðina. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Frost, Loddarann, Húsið og Jónsmessunæturdraum.
Meira um feril:
Í Þjóðleikhúsinu hefur Guðjón einnig leikið í Sem á himni, Shakespeare verður ástfanginn, Einræðisherranum, Jónsmessunæturdraumi, Loddaranum, Risaeðlunum, Djöflaeyjunni, Húsinu, Óþelló, Í hjarta Hróa hattar og Sporvagninum Girnd. Hjá LA fór Guðjón með fjölmörg burðarhlutverk og lék m. a. Markó í Pakkinu á móti, Bjarna í Fullkomnu Brúðkaupi, Baldur í Litlu hryllingsbúðinni, Díma í Maríubjöllunni, Ralf í Herra Kolbert, Davey í Svörtum ketti og ýmis hlutverk í Ökutímum. Guðjón lék í Borgarleikhúsinu í m.a. í Fló á skinni, Fólkinu í blokkinni, Söngvaseið, Heima er best, Gauragangur, Fólkinu í kjallaranum, Ofviðrinu, Nei, ráðherra, Kirsuberjagarðinum, Eldhafi, Mary Poppins, Á sama tíma að ári, Beint í æð, Skálmöld og Er ekki nóg að elska. Guðjón samdi leikgerð og lék ævintýrin Gói og eldfærin og Gói og baunagrasið sem sýnd voru í Borgarleikhúsinu. Guðjón samdi handrit og var umsjónarmaður Stundarinnar okkar á RÚV í nokkur ár. Hann hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sjá hér