Upphaf
Hvort þeirra á að stíga fyrsta skrefið?
-
Frumsýning: 19. sep. 2020
-
Sýningafjöldi: 13
-
Lokasýning: 3. maí. 2023
-
Áhorfendur: 658
Hvort þeirra á að stíga fyrsta skrefið?
Einstaklega vel skrifað nýtt leikrit, fyndið og ljúfsárt, sem fékk frábærar viðtökur á liðnu leikári. Verkið fjallar um þrána eftir nánd og löngun til að eignast fjölskyldu, en jafnframt um óttann við skuldbindingar og það að tengjast öðrum of sterkum böndum.
Það er miðnætti. Síðustu gestirnir úr innflutningspartíinu hjá Guðrúnu eru nýfarnir með leigubíl. Allir nema einn, Daníel, sem flæktist inn í partíið af hálfgerðri tilviljun. Hann hikar. Á hann að láta sig hverfa líka, eða þiggja eitt glas enn? Við fylgjumst með tveimur manneskjum reyna að nálgast hvor aðra. Þau þreifa sig áfram, kanna hvað þau gætu átt sameiginlegt. Straumarnir á milli þeirra… gæti þetta orðið upphafið að einhverju? Einnar nætur ævintýri? Eða er eitthvað miklu meira í vændum?
*Samkomu-takmarkanir höfðu mikil áhrif á gestafjölda.
Listrænir stjórnendur