/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

David Eldridge

/

Leikskáld

Þjóðleikhúsið sýnir leikrit Davids Eldridge Upphaf leikárið 2020-2021.

David Eldridge (f. 1973) er í fremstu röð breskra leikskálda af sinni kynslóð. Leikrit hans hafa verið sett upp af fjölda leikhúsa í Bretlandi og víðar og meðal annars sýnd á West End og Broadway. Hann hefur einnig samið leikið efni fyrir útvarp og sjónvarp.

Upphaf eða Beginning var frumflutt í Breska þjóðleikhúsinu árið 2017. Meðal annarra leikverka Eldridge eru Market Boy í Breska þjóðleikhúsinu, Holy Warriors í Globe leikhúsinu, leikgerðir af Fröken Júlíu eftir Strindberg og Konunni frá hafinu eftir Ibsen hjá Royal Exchange í Manchester, In Basildon, Incomplete and Random Acts of Kindness og Under the Blue Sky í Royal Court leikhúsinu, Something, Someone, Somewhere hjá Sixty-Six Books í Bush leikhúsinu, MAD og Serving it Up í Bush leikhúsinu, The Knot of the Heart og leikgerð af kvikmyndinni Festen í Almeida leikhúsinu, The Stock Da’wa og Falling í Hampstead leikhúsinu; leikgerðir af verkum Ibsens John Gabriel Borkman og Villiöndinni og Summer Begins í Donmar Warehouse leikhúsinu, A Week With Tony og Fighting for Breath í Finborough leikhúsinu og Dirty hjá Theatre Royal Stratford East. Meðal verka hans fyrir sjónvarp eru Killers og sjónvarpsaðlaganir af bókunum Our Hidden Lives og The Scandalous Lady W fyrir BBC. Hann hefur einnig samið stuttmyndahandrit og útvarpsleikrit.

Leikritið Under the Blue Sky hlaut Time Out Live verðlaunin árið 2001 fyrir besta nýja verkið á West End og leikgerð hans af Festen hlaut Theatregoers Choice verðlaunin árið 2005. The Picture Man hlaut Prix Europa fyrir besta útvarpsleikrit árins 2008. Leikritið Under the Blue Sky hlaut Theatregoers Choice verðlaunin árið 2009. The Knot of the Heart hlaut Off West End Theatre verðlaunin árið 2012. Háskólinn í Exeter sæmdi Eldridge heiðursnafnbót árið 2007 fyrir leikverk hans. Hann er lektor í skapandi skrifum við Birkbeck College í Lundúnaháskóla.

Ljósmynd: Claire McNamee, 2019.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími