
Töfrapilsið
Ástarsaga og óvægið niðurrif á íslensku þjóðarsálinni
Torfbæjartilveran getur verið ansi strembin. Áform Guðrúnar Eyjólfsdóttur frá litla-Læk og móður hennar um barneignir eru gjörólík, en líf Guðrúnar virðist kortlagt af öllum nema henni sjálfri. Þegar Guðrúnu áskotnast töfrapils, sem er áður óþekkt getnaðarvörn, storkar hún örlögunum. Guðrún hrósar happi yfir hinu nýfundna frelsi og leitar ástarinnar þar sem henni sýnist, en örlögin elta hana uppi að endingu. Töfrapilsið er í senn ástarsaga í íslenskri períódu og óvægið niðurrif á þjóðarsálinni.
Kolfinna hefur sannað sig í leikstjórastólnum hér í Þjóðleikhúsinu en hún er líka sannkallaður tuddi við lyklaborðið, lesendum og áhorfendum til mikillar hrifningar. Fyrra verk hennar The Last Kvöldmáltíð var í senn tryllingsleg heimsendaspá og fjölskyldusaga þar sem samfélag, siðferði og meira að segja okkar ylhýra móðurmál voru að hruni komin. Hún er líka stundum kölluð „Kylfan“ og þá sérstaklega þegar hún tekur upp hljóðnema. Hvort sem hún er að rappa, leikstýra eða skrifa handrit ólgar óvæginn kraftur í verkum Kolfinnu.

Leikarar
Listrænir stjórnendur
Guli dregillinn
Guli dregillinn er eitt af þeim verkefnum sem hleypt er af stokkunum í tilefni af 75 ára afmæli Þjóðleikhússins. Þrjú glæný og spennandi leikrit verða frumflutt af stjörnuteymi leikara við hátíðlegt tilefni.
Um hátíðina