Kronplatz

Kronplatz

Guli dregillinn
Leikritahátíð Þjóðleikhússins
Leiklestur
26. apríl
Svið
Litla sviðið
Aðgangseyrir
500 kr.

Nístandi fantasía úr stórhættulegri nærframtíð

Hátt uppi í hæstu hæðum ítölsku Alpanna lifir ríkasta prósent mannkyns í vellystingum á meðan heimurinn brennur fyrir utan skíðasvæðið. Matthíasenfjölskyldan reynir sitt allra besta til að vera í náðum staðahaldara en veru þeirra í Kronplatz er ógnað þegar leyndardómar afhjúpast og óboðna gesti ber að garði. Kronplatz er nístandi fantasía sem gerist í stórhættulegri nærframtíð.

Hildur Selma sér nútímann í sinni ýktustu mynd, hvort sem það er persónunum til góðs eða ekki. Þarna fara saman núvitund og brask, einlægni og hryllingur, leit að tilgangi í yfirborðskenndum heimi. Bæði stóru leikhúsin hafa valið stutt leikverk eftir Hildi til sviðsetningar en á Gula dreglinum sjáum við hana glíma við formið í fullri lengd. Hildur býr í Hlíðunum ásamt sambýlismanni og tveimur dætrum þar sem hana sundlar reglulega af ást, á milli þess sem hún þvær ógrynni af þvotti og stelst ein í sund til að hlera samtöl í pottinum.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Umsjónarmaður með flutningi

Guli dregillinn

Guli dregillinn er eitt af þeim verkefnum sem hleypt er af stokkunum í tilefni af 75 ára afmæli Þjóðleikhússins. Þrjú glæný og spennandi leikrit verða frumflutt af stjörnuteymi leikara við hátíðlegt tilefni.

Um hátíðina
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími