Blómin á þakinu

Blómin á þakinu

Barnasýning ársins heillar börn og hænur!
FRUMSÝNING
15. mars 2025
LENGD
45 mín.
VERÐ
5.500

50 uppseldar sýningar á síðasta leikári

Blómin á þakinu heillaði leikhúsgesti á öllum aldri á síðasta leikári og hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins. Börnin í sýningunni voru valin leikarar ársins á Sögum-verðlaunahátíð barnanna. Leiknar voru 50 troðfullar sýningar á þessu yndislega verki og nú heldur ævintýrið áfram.

Undurfalleg og heillandi leiksýning fyrir yngstu börnin, byggð á bók sem hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að hún kom fyrst út árið 1985 og hefur unnið sér sess sem sígild perla innan íslenskra barnabókmennta.

Dásamleg verðlaunasýning um lífið í sveit og borg.

Þegar Gunnjóna þarf á gamals aldri að flytja úr sveitinni sinni í borg stendur hún frammi fyrir ýmsum áskorunum sem fylgja því að aðlagast nýjum heimkynnum. Í fjölbýlishúsinu sem hún flytur í býr forvitið barn sem fylgist með óvenjulegum aðferðum gömlu konunnar við að búa sér nýtt heimili, enda er engu líkara en Gunnjóna ætli að flytja sveitina með sér til borgarinnar.

Aldursviðmið: 2ja-8 ára.

Skynvænt sýningarhald

Sunnudaginn 12. október kl. 15:00  verður skynvæn sýning á Blómunum á þakinu.

Til frekari upplýsinga:

Skynvænt sýningarhald Sjónrænn söguþráður

 

Blómin á þakinu á ýmsum tungumálum

Við vekjum athygli á því að bókin hefur komið út á ýmsum tungumálum, og er m.a. til á ensku, þýsku og frönsku hjá Forlaginu, sjá hér.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Leikgerð og leikstjórn
Leikmynd, búningar og brúður
Hljóðhönnun

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn og umsjón
Aðstoðarsýningarstjórn
Tæknistjórn á sýningum
Framleiðslustjórn
Yfirumsjón búninga
Yfirumsjón leikgerva
Teymisstjórn leikmynda- og leikmunaframleiðslu
Yfirumsjón með smíði og útfærslu á leikmynd
Hönnun og gerð hænubrúðu

Sérstakar þakkir: Oddur, Fróði, Brynhildur Sigurrós og Þröstur Máni.

Opnunartími miðasölu yfir hátíðarnar
23.des 12:00 – 21:00
24.des 10:00-14:00
25.des LOKAÐ
26.des 16:00 – 19:00
27.des 12:00 – 19:00
28.des 12:00 – 19:00
29.des 14:00 – 18:00
30.des 14:00 – 19:00
31.des LOKAÐ
1.jan LOKAÐ

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími