Blómin á þakinu

Blómin á þakinu

Byggt á bók Ingibjargar Sigurðardóttur og Brians Pilkington. Leikstjórn Agnes Wild.
SVIÐ
Litla sviðið
FRUMSÝNING
15. mars 2025
ÁÆTLUÐ LENGD
45 mín.
VERÐ
4.950

Ástsæl og sígild saga – nú loks á leiksviði

Undurfalleg og heillandi ný leiksýning fyrir yngstu börnin, byggð á bók sem hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að hún kom fyrst út árið 1985. Barnabókin Blómin á þakinu hefur unnið sér sess sem sígild perla innan íslenskra barnabókmennta.

Þegar Gunnjóna þarf á gamals aldri að flytja úr sveitinni sinni í borg stendur hún frammi fyrir ýmsum áskorunum sem fylgja því að aðlagast nýjum heimkynnum. Í fjölbýlishúsinu sem hún flytur í býr forvitið barn sem fylgist með óvenjulegum aðferðum gömlu konunnar við að búa sér nýtt heimili, enda er engu líkara en Gunnjóna ætli að flytja sveitina með sér til borgarinnar.

„Bara ömmur mega fara upp á þak“

Listrænir aðstandendur sýningarinnar, þær Agnes, Eva Björg og Sigrún, hafa getið sér gott orð fyrir hrífandi barnasýningar á vegum leikhópsins Miðnættis og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir framlag sitt til barnamenningar. Þjóðleikhúsið hefur nú fengið þessar þrjár listakonur til að skapa nýja barnasýningu þar sem hugmyndaflugið og leikgleðinni er gefinn laus taumur.

Aldursviðmið: 2 – 8 ára.

Blómin á þakinu á ýmsum tungumálum

Við vekjum athygli á því að bókin hefur komið út á ýmsum tungumálum, og er m.a. til á ensku, þýsku og frönsku hjá Forlaginu, sjá hér.

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Leikgerð og leikstjórn
Leikmynd, búningar og brúður
Hljóðhönnun

Aðrir aðstandendur

Sýningarstjórn og umsjón
Aðstoðarsýningarstjórn
Tæknistjórn á sýningum
Framleiðslustjórn
Yfirumsjón búninga
Yfirumsjón leikgerva
Teymisstjórn leikmynda- og leikmunaframleiðslu
Yfirumsjón með smíði og útfærslu á leikmynd
Hönnun og gerð hænubrúðu

Sérstakar þakkir: Oddur, Fróði, Brynhildur Sigurrós og Þröstur Máni.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími