Leikari
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir (Sigga Eyrún) útskrifaðist úr söngleikjadeild Guildford School of Acting. Hún lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík, FÍH og CVI og er með kennsluréttindi (M.Art.Ed) frá LHÍ. Hún lék í Sem á himni, Framúrskarandi vinkonu, Kardemommubænum, Nashyrningunum, Leitinni að jólunum og Vesalingunum í Þjóðleikhúsinu. Hún lék m.a. í Endurminningum Valkyrju í Tjarnarbíói, Mary Poppins, Sarínó Sirkúsnum, Gretti og Superstar í Borgarleikhúsinu, Hrekkjusvínum í Gamla bíói og Uppnámi (Viggó og Víóletta) í Leikhúskjallaranum. Hún hefur talsett teiknimyndir og komið víða fram sem söngkona, meðal annars í Söngvakeppni RÚV, og gaf út sólóplötuna Vaki eða sef.