Hallgrímur Ólafsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2007 og hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og LA. Í vetur leikur hann hér í Eltum veðrið, Stormi, Jólaboðinu og Frosti. Hann lék hér m.a. í Eddu, Ást Fedru, Sem á himni, Hvað sem þið viljið, Rómeó og Júlíu, Kardemommubænum, Atómstöðinni, Slá í gegn, Einræðisherranum, Súper, Samþykki, Risaeðlunum, Djöflaeyjunni, Álfahöllinni, Móðurharðindunum og Leitinni að jólunum. Hjá LR lék hann m.a. í Gauragangi, Elsku barni, Fjölskyldunni, Hótel Volkswagen og Gullregni, og hjá LA m.a. í Óvitum og Ökutímum. Meðal verkefna í kvikmyndum og sjónvarpi eru Gullregn, Fangavaktin og Stelpurnar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Íslandsklukkuna og var tilnefndur fyrir Rómeó og Júlíu, Hotel Volkswagen og Gullregn.
Starfsfólk Þjóðleikhússins