/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hallgrímur Ólafsson

Leikari
/

Hallgrímur Ólafsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2007 og hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og LA. Í vetur leikur hann hér í Eltum veðrið, Stormi, Jólaboðinu og Frosti. Hann lék hér m.a. í Eddu, Ást Fedru, Sem á himni, Hvað sem þið viljið, Rómeó og Júlíu, Kardemommubænum, Atómstöðinni, Slá í gegn, Einræðisherranum, Súper, Samþykki, Risaeðlunum, Djöflaeyjunni, Álfahöllinni, Móðurharðindunum og Leitinni að jólunum. Hjá LR lék hann m.a. í Gauragangi, Elsku barni, Fjölskyldunni, Hótel Volkswagen og Gullregni, og hjá LA m.a. í Óvitum og Ökutímum. Meðal verkefna í kvikmyndum og sjónvarpi eru Gullregn, Fangavaktin og Stelpurnar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Íslandsklukkuna og var tilnefndur fyrir Rómeó og Júlíu, Hotel Volkswagen og Gullregn.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími