Kópavogskrónika
Í Kópavogskróniku gerir ung, einstæð móðir upp fortíð sína. Óvenjulega opinskátt verk um samband móður og dóttur, þar sem móðir segir dóttur sögu sína og lýsir hispurslaust samskiptum við karlmenn og sukksömu og hömlulausu líferni. Frásögnin er kjaftfor, kaldhæðin, átakanleg og hjartaskerandi, en um leið fyndin og frelsandi.
Hvers vegna finnst þessari ungu konu Kópavogur hafa ómótstæðilegt aðdráttarafl? Er það vegna þess að þar eru falleg útivistarsvæði umkringd dekkjaverkstæðum, það eru engar vídeóspólur í sjoppunni Video grill og það er ekki til neins að láta sig dreyma um að hitta einhvern skjaldsvein á barnum Riddaranum?
Skáldsaga Kamillu Einarsdóttur bar með sér hressandi andblæ þegar hún kom út árið 2018, og náði að fanga brot úr samtíma okkar með persónulegum, blátt áfram og kankvísum stíl.
Tónlistarmaðurinn Auður skapar sýningunni magnaðan hljóðheim.
Leikarar
Listrænir stjórnendur
María Reyndal, Ólafur Egill Egilsson