
Íslandsklukkan
Nýtt leikverk eftir leikhópinn Elefant byggt á einni ástsælustu skáldsögu þjóðarinnar, Íslandsklukku Halldórs Laxness. Í þessari sýningu birtast samskipti og átök aðalpersónanna Snæfríðar Íslandssólar, Arnasar Arnæus, Jóns Hreggviðssonar og Magnúsar í Bræðratungu okkur á nýjan og óvæntan hátt.
Leikhópurinn Elefant samanstendur af ungum íslenskum leikurum af blönduðum uppruna. Í gegnum skapandi vinnu með Íslandsklukkuna rannsaka þau stöðu sína í samfélaginu út frá Íslandssögunni, þjóðararfinum og menningarlegum uppruna sínum, í samvinnu við Þorleif Örn Arnarsson, einn af helstu leikstjórum Þjóðleikhússins. Hver erum við, hvaðan komum við og hvert stefnum við?
Þjóðleikhúsið í samvinnu við Elefant.

Leikarar
Listrænir stjórnendur
Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg, Tónskáldasjóði RÚV og STEFs og Menningarráðuneytinu úr Sviðslistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks.








