/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Þröstur Leó Gunnarsson

Leikari
/

Þröstur Leó Gunnarsson lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum. Hann leikur í Eltum veðrið og Jólaboðinu í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hér hefur hann m.a. leikið í Eddu, Ást Fedru, Draumaþjófnum, Framúrskarandi vinkonu, Kafbáti, Hafinu, Föðurnum, Þetta er allt að koma, Koddamanninum, Viktoríu og Georg og Dýrunum í Hálsaskógi. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur lék hann m.a. í Degi vonar, Platonov, Tartuffe og Hamlet. Hann lék m.a. í kvikmyndunum Á ferð með mömmu, Tár úr steini, Nóa albínóa og Eins og skepnan deyr. Hann hefur verið tilnefndur til fjölda Grímuverðlauna og hlaut þau fyrir Ást Fedru, Killer Joe, Ökutíma og Koddamanninn. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Nóa albínóa og Brúðgumann.

 

Meira um feril:

Þröstur Leó lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1985 og hefur leikið fjölda hlutverka á sviði og í kvikmyndum.

Þröstur Leó var ráðinn til starfa hjá LR við útskrift og lék þar fjölda aðalhlutverka, meðal annars í Degi vonar, Kjöti, Þrúgum reiðinnar, Dökku fiðrildunum, Íslensku mafíunni, Hinu ljósa mani og titilhlutverkin í Platonov, Tartuffe og Hamlet. Hann lék á síðari árum í Svari við bréfi Helgu, Góa og baunagrasinu, Eldfærunum, Fanný og Alexander, Vestrinu eina, Heima er best, Fólkinu í kjallaranum, Nei ráðherra, Kirsuberjagarðinum, Fló á skinni og Ofviðrinu.

Þröstur Leó hefur leikið í fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, meðal annars í Ivanov, Þetta er allt að koma, Ástin er diskó, Koddamanninum, Bakkynjum, Edith Piaf, Í hvítu myrkri, Kennarar óskast, Fiðlaranum á þakinu, Grandavegi 7, Solveigu, Brúðuheimilinu, Önnu Kareninu, Viktoríu og Georg, Allir á svið og Dýrunum í Hálsaskógi. Meðal nýlegra sýninga hans hér eru Hleyptu þeim rétta inn, ≈ [um það bil], Fjarskaland, Faðirinn, Hafið,  Einræðisherranum, Shakespeare verður ástfanginn, Meistaranum og Margarítu, Útsendingu og Kafbáti.

Þröstur lék einleikinn Bless, fress í Loftkastalanum. Hann lék í Ökutímum hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann lék í Killer Joe á vegum Skámána.

Þröstur hefur leikið í mörgun kvikmyndum, meðal annars Jón Leifs í Tárum úr steini og föður Nóa í Nóa albínóa. Hann lék meðal annars í Eins og skepnan deyr, Kaldri slóð, Brúðgumanum, Sveitabrúðkaupi, Reykjavík-Rotterdam, 101 Reykjavík, Hafinu, Djúpinu og Harry og Heimi.

Þröstur Leó leikstýrði Við borgum ekki, við borgum ekki, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu og Gísla á Uppsölum hjá Kómedíuleikhúsinu.

Þröstur Leó hlaut Grímuverðlaunin fyrir hlutverk sín í Killer Joe, Ökutímum og Koddamanninum. Hann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í Föðurnum, Allir á svið og Þetta er allt að koma. Hann fékk Edduverðlaunin fyrir Nóa albínóa og Brúðgumann. Hann hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2009.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími