Nýtt eldhús eftir máli

Nýtt eldhús eftir máli

Draumaeldhúsið er dýru verði keypt
Verð
7.950

Gáskafullur könnunarleiðangur um íslenskan hversdagsleika

Daníel á sér draum um nýja eldhúsinnréttingu en þarf að yfirstíga margar hindranir til að hann rætist. Kona Daníels, Soffía, er honum ósammála um útfærslu framkvæmdarinnar, auk þess sem Daníel gleymir sér löngum stundum yfir kynórum um starfsfólk innréttingabúða. Og ekki bætir úr skák þegar búsáhöldin lifna við og leggja orð í belg. Það er reyndar ekkert að gömlu innréttingunni – hún er bara ljót. En það hangir mikið á spýtunni: hjónabandið, karlmennskan og tilveran öll.

Sýn Friðgeirs Einarssonar á hversdagsleikann er í senn næm, nöpur og fyndin. Hann hefur komið víða við í íslensku leikhúslífi síðustu ár, sem leikskáld, leikari og einn af meðlimum leikhópsins Kriðpleirs. Hann hefur sannað sig sem einn fremsti sviðslistamaður sinnar kynslóðar með sýningum á borð við leikritið Club Romantica og samsköpunarsýninguna Innkaupapokann.

Nýtt eldhús eftir máli er fyrsta leikritið sem Friðgeir skrifar fyrir leikhóp Þjóðleikhússins. Það var flutt á leikritahátíð Þjóðleikhússins Gula dreglinum. Björn Thors leikstýrði Saknaðarilmi sem valin var Grímusýning ársins.

Stórskemmtilegt verk um hjónabandið, verkaskiptingu á heimilinu og karlmennsku  á 21. öldinni.

„Mig dreymdi í nótt að nýja eldhúsinnréttingin væri komin“

Leikarar

Listrænir stjórnendur

Opnunartími miðasölu
Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Miðasala á vefnum, leikhusid.is er opin allan sólarhringinn.

Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið eins og miðasala.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími