Hildur Vala Baldursdóttir útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ árið 2019. Hún leikur Elsu í Frosti, í Eltum veðrið og Stormi í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hildur hefur undanfarin ár leikið í ýmsum leikritum og söngleikjum í Þjóðleikhúsinu, meðal annars í Múttu Courage, Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Atómstöðinni – endurliti, Meistaranum og Margarítu, Útsendingu, Kardemommubænum, Nashyrningunum og Sem á himni, og hún tók við titilhlutverkinu í Ronju ræningjadóttur.
Hún lék í stuttmyndinni Skeljum og hefur leikið í ýmsum sjónvarpsþáttaröðum á borð við Venjulegt fólk, Stellu Blómkvist og Aftureldingu.