18. Mar. 2022

Fjórar spennandi frumsýningar framundan

Það verður heldur betur mikið um dýrðir í Þjóðleikhúsinu á næstu vikum. Fram að páskum rekur hver frumsýningin aðra, auk þess sem vinsælar sýningar verða áfram á fjölunum, Framúrskarandi vinkona, Kardemommubærinn, Ásta og Vertu úlfur. Kjallarinn iðar líka af lífi! Við hlökkum til að sjá ykkur öll í leikhúsinu!

Sjáðu allar sýningarnar!

Nýtt íslenskt barnaleikrit

Bráðskemmtilegt nýtt barnaleikrit eftir einn af okkar vinsælustu höfundum barnaefnis. Sigrún Eldjárn leikur sér hér á frumlegan og sniðugan hátt með minnið um umskiptinga úr gömlu þjóðsögunum okkar. Ragnhildur Gísladóttir semur tónlist eins og henni einni er lagið.

Frumsýnt 19. mars

Kaupa miða / Lesa nánar

Caryl Churchill í fyrsta sinn

Í fyrsta sinn setur Þjóðleikhúsið upp leikrit eftir Caryl Churchill, eitt virtasta leikskáld Bretlands. Churchill (f. 1938) er í hópi framsæknustu leikskálda samtímans, og er hún ekki síst þekkt fyrir afar áhugaverðar tilraunir með form og innihald. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og verk hennar hafa verið sett upp í helstu leikhúsum Bretlands og víða um heim.

Frumsýnt 25. mars

Kaupa miða / Lesa nánar

Tyrfingur á Stóra sviðinu

Farsakennd ævintýri, byggð á sönnum atburðum, þar sem við fylgjum eftir ferðalagi skammarinnar í íslenskri fjölskyldu frá kanamellum í Flórída að Lúkasarmálinu á Akureyri og skoðum allt þar á milli. Kópavogsbúinn Tyrfingur Tyrfingsson hefur slegið í gegn hér heima og vakið mikla athygli erlendis. Þetta nýja leikrit Tyrfings er sjöunda verk hans sem er sviðsett í íslensku leikhúsi, en hið fyrsta sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

Frumsýnt 1. apríl

Kaupa miða / Lesa nánar

Þú ert að verða pabbi!

18 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum í leit að töffaralegum fötum. Síminn hringir, þetta er sæta stelpan sem var að vinna á Prinsinum í sumar. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Bráðskemmtilegt verk sem frumsýnt verður á Rifi og sýnt víða um land í kjölfarið. Sýningar í Reykjavík hefjast í haust.

Frumsýnt 6. apríl

Kaupa miða / Lesa nánar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími