
Umskiptingur
Ævintýralegt leikrit um tröll og menn, ofurhetjur, smákríli og dreka!
Bráðskemmtilegt leikrit eftir einn af okkar ástsælustu höfundum, sem gerði mikla lukku á liðnu leikári!
Sigrún Eldjárn leikur sér hér á frumlegan og sniðugan hátt með minnið um umskiptinga úr gömlu þjóðsögunum okkar og Ragnhildur Gísladóttir semur grípandi ný sönglög fyrir sýninguna.
Tilnefnd sem barnasýning ársins
Sýningin var tilnefnd til Grímunnar sem barnasýning ársins og tilnefnd sem leiksýning ársins á Sögum – verðlaunahátíð barnanna.

„Ég er í skýjunum yfir því hvernig allir þessir snillingar tóku á móti Umskiptingnum mínum og gerðu úr honum þessa líka frábæru og skemmtilegu sýningu. Hún er fyrir alla krakka og fullorðna líka!“
Sigrún Eldjárn
Hvað ef systir þín væri tröll?
Systkinin Sævar og Bella eru í berjamó, og einu sinni sem oftar þarf Sævar að gæta litlu systur sinnar, sem satt að segja getur verið alveg ferleg frekjudolla! En Bella er alveg einstaklega krúttleg og þegar tröllskessa með óslökkvandi fegurðarþrá sér hana ákveður hún að skipta á henni og hinum stórgerða, uppátækjasama og hjartahlýja syni sínum, tröllastráknum Steina.
Nú eru góð ráð dýr, en í ljós kemur að hjálpar má vænta úr ólíklegustu áttum!
Aldursviðmið: 4-12 ára.

Umskiptingur er skemmtilegt verk í framúrskarandi útfærslu sem veltir upp mikilvægum spurningum sem gott er að skoða.
MBL, S.B.H.
Umskiptingur ber öll einkenni bestu verka Sigrúnar Eldjárn: í senn þjóðleg og nútímaleg saga, vel skrifaður og fyndinn texti, fjörug atburðarás og fallegur boðskapur. Þegar svo við bætist dillandi tónlist, listilega falleg umgjörð og leikandi léttur leikur þá er erfitt að biðja um meira. Innilegar hamingjuóskir!
TMM, S.A.
Sigrún hefur nefnilega engu gleymt, handritið endurspeglar hennar mörgu kosti þá aðallega frumleg efnistök og hlýju. Sara Martí sýnir sömuleiðis að hún er einn færasti baranasýningaleikstjóri landsins um þessar mundir.
FBL, S.J.
Leikarar
Listrænir stjórnendur
Aðrir aðstandendur sýningarinnar
























