/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm

/

Hreindís Ylva útskrifaðist með BA gráðu í leiklist frá Guildford School of Acting í Englandi og bjó og starfaði í nokkur ár í London að útskrift lokinni. Þarf vann hún ýmsum verkefnum, meðal annars stutt- og kvikmyndum á borð við Good Day og Dead Unicorns sem hafa farið á kvikmyndahátíðir víða um heim.

Síðan Hreindís flutti heim hefur hún unnið í fjölbreyttum verkefnum bæði í leikhúsi, kvikmyndum og við annars konar viðburði, bæði sem leikkona og leikstjóri. Þar má nefna einleikinn Skuggamynd stúlku sem hún ferðaðist með og heimsótti áhorfendur á unglingsaldri um land allt, sjónvarpsþættina Hversdagsreglur auk verkefna fyrir KrakkaRÚV.

Hreindís hefur mikla reynslu af leikstjórn og casting barna og unglinga. Hún er stofnandi og deildarstjóri söngleikjadeildar Dansskóla Birnu Björns og hefur auk þess leikstýrt leikfélögum menntaskóla, nú síðast High Skúl Musical og Frost hjá Fúríu, leikfélagi Kvennaskólans í Reykjavík.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími