21. Mar. 2022

Góðan daginn, faggi á tveimur tungumálum

Um helgina fór fram táknmálstúlkuð sýning á Góðan daginn, faggi í Kjallaranum. Troðfullt var út úr dyrum og ekki var annað að sjá en að gestir skemmtu sér konunglega. Hraðar hendur, táknmálstúlkar komu að túlkuninni, þýddu verkið yfir á íslenskt táknmál og Adda Rut Jónsdóttir, túlkur og leikkona flutti síðan verkið ásamt Bjarna Snæbjörnssyni með miklum tilþrifum. Um var að ræða svokallaða skuggatúlkun þar sem táknmálið er lifandi partur af sýningunni.

Þessi einstaki viðburður er liður í samstarfi Þjóðleikhússins við Hraðar hendur, táknmálstúlka. Fyrr á leikárinu komu Hraðar hendur að túlkun á Út að borða með Ester í hádegisleikhúsinu við frábærar undirtektir og 24. apríl næstkomandi munu þau túlka sýningu á Kardemommubænum á Stóra sviðinu.

Það er einstaklega ánægjulegt að geta með þessu samstarfi bætt aðgengi að leikhúsinu fyrir þá áhorfendur sem hafa íslenska táknmálið að móðurmáli.

Kaupa miða / Lesa nánar
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími