Signý Rós Ólafsdóttir útskrifaðist úr handrita- og leikstjórnardeild Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2019. Hún sér um myndbandshönnun í Sjö ævintýrum um skömm í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hannaði myndband í Þjóðleikhúsinu í Rómeó og Júlíu og Láru og Ljónsa, og var aðstoðarmaður leikstjóra í Vertu úlfur. Hún hefur meðal annars unnið fyrir KrakkaRúv, sem tökumaður, klippari og handritshöfundur. Hún hefur skrifað, framleitt og leikstýrt fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar í sjónvarpi og á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna. Einnig hefur hún fengist við framleiðslu, skrif og leikstjórn tónlistarmyndbanda, heimildarmynda og kynningarmyndbanda, til dæmis fyrir Blátt áfram, ADHD samtökin og Geðhjálp.
Starfsfólk Þjóðleikhússins