/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Signý Rós Ólafsdóttir

/

Signý Rós Ólafsdóttir útskrifaðist úr handrita- og leikstjórnardeild Kvikmyndaskóla Íslands vorið 2019. Hún sér um myndbandshönnun í Sjö ævintýrum um skömm í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún hannaði myndband í Þjóðleikhúsinu í Rómeó og Júlíu og Láru og Ljónsa, og var aðstoðarmaður leikstjóra í Vertu úlfur. Hún hefur meðal annars unnið fyrir KrakkaRúv, sem tökumaður, klippari og handritshöfundur. Hún hefur skrifað, framleitt og leikstýrt fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar í sjónvarpi og á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna. Einnig hefur hún fengist við framleiðslu, skrif og leikstjórn tónlistarmyndbanda, heimildarmynda og kynningarmyndbanda, til dæmis fyrir Blátt áfram, ADHD samtökin og Geðhjálp.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími