/
Guli dregillinn
Leikritahátíð Þjóðleikhússins

Fagnið með okkur þegar ný leikritahátíð
Þjóðleikhússins verður haldin í annað sinn!

Eftir geysivelheppnaða frumraun síðasta vetur kynnum við þrjú glæný og spennandi leikrit. Verkin verða leiklesin af stjörnuteymi leikara á glæsilegri vorhátíð sem nefnist Guli dregillinn og fagnar íslensku leikhúsi og skáldunum sem skrifa fyrir sviðið.

Áhorfendur kynnast nýjum íslenskum leikritum eftir höfunda sem segja hrífandi sögur og eiga mikilvægt erindi við leiksviðið. Við ræðum við höfundana um lífið og listina og höldum partí í lok hátíðar.

Melkorka Gunborg Briansdóttir
Melkorka er leikskáld, bókmenntafræðingur og nýútskrifaður sviðshöfundur sem hefur vakið athygli fyrir skarpa sýn á mannskepnuna. Hún hefur sterk tök á forminu, þótt myndirnar sem birtast áhorfendum séu ekki alltaf fallegar. Listalífið hlýtur öflugan liðsauka þegar verk Melkorku komast í snertingu við Þjóðleikhúsið í fyrsta sinn.

Hallveig Kristín Eiríksdóttir og Eygló Höskuldsdóttir Viborg
Hallveig og Eygló eru einn höfundur með tvö höfuð og skrifa saman leiktexta. Hallveig er gjarnan með leikstjóragleraugun enda menntaður leikstjóri og Eygló heyrir textann óma í hugskoti sínu eins og gjarnan gerist hjá tónskáldi. Nú breyta þær Gula dreglinum í tilraunastofu fyrir aðferðir sem þekkjast ekki endilega hjá einmana rithöfundum. Sprúðlandi óvæntur húmor!

Kristín Eiríksdóttir og Mazen Maarouf
Kristín og Mazen vinna nú saman að leikverki fyrir Þjóðleikhúsið. Kristín hefur sannað sig sem eitt af okkar fremstu leikskáldum og hróður Mazen berst víða, enda var bók hans Brandarar handa byssumönnum tilnefnd til alþjóðlegu Man-Booker verðlaunanna 2019. Það er heiður að sjá samstarf þessara stórskálda taka á sig mynd í fyrsta sinn innan veggja Þjóðleikhússins.

Vilt þú vera með á næsta Gula dregli?

Auglýst er eftir höfundum og verkum undir lok leikárs.

Höfundar og skáld sem skrifa fyrir sviðið eru hvött til að láta í sér heyra. Þjóðleikhúsið stendur á hverju leikári fyrir frumsköpun, þróun á nýjum íslenskum leikverkum og stuðningi við höfunda.

Vinnustofa höfunda

Við bjóðum völdum höfundum sem eru að þróa spennandi verk vinnuaðstöðu í Þjóðleikhúsinu. Höfundar fá aðstöðu í Þjóðleikhúsinu í einn eða tvo mánuði í senn og býðst að eiga samtal við dramatúrga og annað listafólk hússins.

Kraftmikið höfundastarf í Þjóðleikhúsinu

Þjóðleikhúsið leggur áherslu á frumsköpun, ný íslensk verk og stuðning við höfunda á ólíkum aldri og með ólíkan bakgrunn. Við tökum handrit og hugmyndir að leikritum á ólíkum vinnslustigum til skoðunar og köllum reglulega eftir höfundum, leikritum og listrænu samverkafólki.

Heyrðu í okkur

Handrit eða hugmyndir að leikritum má senda á leikritun@leikhusid.is.

Aðstandendur hátíðar

Listrænn stjórnandi
Útlit í Jónshúsi
Grafík og plaköt
Aðstoð við skipulag
Umsjón með Jónshúsi
Flutningur leikrita
Aðstoð við framkvæmd
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 12 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum. Við bendum á að spjallið á Fésbókarsíðu Þjóðleikhússins er opið virka daga frá kl. 9 og frá kl. 12 um helgar og fram að sýningu.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími