/
Starfsfólk Þjóðleikhússins

Tinna Lind Gunnarsdóttir

Forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla
/

Tinna er forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla í Þjóðleikhúsinu.

Tinna hefur unnið við Þjóðleikhúsið frá árinu 2015. Hún hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórn og framleiðslu í lista- og menningarverkefnum, m.a. sem verkefnastjóri á skrifstofu rektors Háskóla Íslands, framkvæmdastjóri Reykjavík Dance festival, verkefnastjóri Lókal leiklistarhátíðar og unnið við leikaraval og framleiðslu í auglýsingum og kvikmyndum. Tinna starfaði áður sem leikkona hjá Leikfélagi Akureyrar og í Borgarleikhúsinu og hefur framleitt sýningar með sjálfstæðum sviðslistahópum.

Hún er með BfA gráðu í leiklist frá Listaháskóla Ísland, MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, ATPL flugpróf frá Flugskóla Íslands og lagði stund á bókmenntafræði, guðfræði og ritlist við Háskóla Íslands. Tinna hefur setið í stjórn Reykjavík Dance Festival og sem varamaður í stjórn Listaháskóla Íslands. Tinna hefur þróað og kennt leiðtogafærni verkefnastjóra með verkfærum trúðsins bæði hér heima og erlendis.

/

Sýningar

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími