Sigurður Eggertsson, starfsmaður Þjóðleikhússins í yfir hálfa öld, látinn
Sigurður Eggertsson (f. 9.1.1933, d. 29.8.2021) verður borinn til grafar á morgun, 3. september. Sigurður hóf störf í Þjóðleikhúsinu við stofnun þess árið 1950, og lét af störfum 55 árum síðar. Hann starfaði lengst af sem hljóðmeistari hússins en er einnig mörgum minnisstæður sem yfirdyravörður Þjóðleikhússins, en hann starfaði hér hin síðari ár við móttöku gesta. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Elín Sigurvinsdóttir sem jafnframt tengdist Þjóðleikhúsinu í gegnum starf sitt sem söngkona.
Þjóðleikhúsið þakkar fyrir vel unnin störf Sigurðar við leikhúsið í gegnum tíðina, og vottar fjölskyldu hans innilega samúð.