31. Ágú. 2021

Vloggið frumsýnt í Hofi

Þjóðleikhúsið býður elstu nemendum grunnskóla víða um land á nýtt íslenskt verk eftir Matthías Tryggva Haraldsson

Þriðjudaginn 31. ágúst frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt íslenskt verk í Hofi á Akureyri. Verkið heitir Vloggið og er eftir Matthías Tryggva Haraldsson, en það er skrifað sérstaklega fyrir Þjóðleikhúsið og verður leikið víða um land fyrir nemendur elstu bekkja grunnskóla en Þjóðleikhúsið býður ungu fólki á landsbyggðinni reglulega upp á leiksýningar. Það er Björn Ingi Hilmarsson sem leikstýrir. Verkið verður sýnt á hátt í 20 stöðum á landsbyggðinni.

Vloggið er spennandi hugleiðing um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandsveituna Youtube. Þau Konráð og Sirrý, sem leikin eru af þeim Kjartani Darra Kristjánssyni og Þóreyju Birgisdóttur, flytja heiminum mikilvæg skilaboð í von um að verða heimsfræg eða allavega að geta bjargað einhverjum unglingi frá glötun. En kannski snýst þetta, ómeðvitað um að fá viðurkenningu frá hinum krökkunum í skólanum.

VLOGGIÐ LEIKFERÐ / HAUST 2021

Þriðjud. 31. ágúst. Frumsýning á Akureyri
Miðvikd. 1. sept. Akureyri
Fimmtud. 2.sept. Húsavík
Föstud. 3.sept. Egilsstaðir
Mánud. 6. sept. Fjarðabyggð
Þriðjud. 7. sept. Hornafjörður
Fimmtud. 9. sept. Selfoss
Föstud. 10. sept. Vestmannaeyjar
Mánud. 13.sept. Akranes
Þriðjud. 14.sept. Borgarnes
Miðv.d. 15.sept. Stykkishólmur
Fimmtud. 16.sept. Patreksfjörður
Föstud. 17.sept. Ísafjörður

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími