25. Feb. 2022

Öllum samkomutakmörkunum aflétt

Frá og með deginum í dag, föstudeginum 25. febrúar, hefur öllum samkomutakmörkunum verið aflétt. Grímuskylda og fjarlægðartakmarkanir heyra nú sögunni til og það er sannarlega gleðiefni. Engu að síður er gott að minna sig á að persónulegar sóttvarnir eru alltaf besta vörnin, því þótt veiran hafi veikst þá er hún enn í samfélaginu þótt hún valdi ekki sama usla og áður. Leikhúsgestum er því velkomið að bera grímur áfram kjósi þeir það.

Framundan er fjörlegur tími í Þjóðleikhúsinu og hvorki meira né minna en fimm frumsýningar á sjóndeildarhringnum fyrir páska.

Framúrskarandi vinkona – 5. mars
Napólí-sögur Elenu Ferrante hafa farið sigurför um heiminn og sjónvarpsþættir byggðir á þeim hafa slegið í gegn
Nánar um sýningu

Umskiptingur – 12 mars
Ævintýralegt leikrit um tröll og menn, ofurhetjur, smákríli og dreka!
Bráðskemmtilegt nýtt barnaleikrit eftir einn af okkar vinsælustu höfundum barnaefnis, Sigrúnu Eldjárn.
Nánar um sýningu

Ást og upplýsingar – 25. mars
Í fyrsta sinn setur Þjóðleikhúsið upp leikrit eftir Caryl Churchill, eitt virtasta leikskáld Bretlands. Churchill (f. 1938) er í hópi framsæknustu leikskálda samtímans, og er hún ekki síst þekkt fyrir afar áhugaverðar tilraunir með form og innihald.
Nánar um sýningu

Sjö ævintýri um skömm – 1. apríl
Farsakennd ævintýri, byggð á sönnum atburðum, þar sem við fylgjum eftir ferðalagi skammarinnar í íslenskri fjölskyldu frá kanamellum í Flórída að Lúkasarmálinu á Akureyri og skoðum allt þar á milli.
Nánar um sýningu

Prinsinn – 6. apríl (frumsýnt á Rifi)
18 ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum í leit að töffaralegum fötum. Síminn hringir, þetta er sæta stelpan sem var að vinna á Prinsinum í sumar. „Ég er ólétt
Nánar um sýningu

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími