Hljóðleikhúsið kveður í kvöld með Ævintýri á gönguför
Alla fimmtudaga á aðventunni hefur Þjóðleikhúsið verið með beinar útsendingar úr Hljóðleikhúsinu svokallaða. Nú er komið að síðustu útsendingu Hljóðleikhússins í bili. Fluttur verður gamanleikurinn sívinsæli Ævintýri á gönguför eftir Hostrup. Fjöldi valinkunnra leikara tekur þátt í uppfærslunni og leikstjóri er Guðjón Davíð Karlsson.
Verkið hefur notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi í gegnum tíðina eða frá því það var frumflutt árið 1882 og er eitt mest uppsetta verk íslenskrar leiklistarsögu. Lögin eru landsmönnum mörgum að góðu kunn og er lagið Ég vil fá mér kærustu þeirra þekktast. Karl Olgeir Olgeirsson hefur umsjón með tónlistarflutningnum.
Útsendingin hefst stundvíslega kl. 20.00.
NÁNAR