21. desember 2020

Rafrænar prufur fyrir menntaða leikara

Þjóðleikhúsið býður menntuðum leikurum að senda inn umsóknir og upptökur (rafrænar prufur) vegna verkefna á leikárinu 2021-2022. Leikarar af öllum kynjum og mismunandi uppruna eru hvattir til að senda inn prufur.

Skráning á umsóknum og innsending á prufugögnum fer fram í gegnum skráningarform á vefsíðu leikhússins, leikhusid.is. Senda skal inn gögn skv. nánari leiðbeiningum á vefnum, þ.e. upplýsingar um feril, ljósmynd og stutt myndband. Öllum umsóknum verður svarað, en ekki verða allir boðaðir í framhaldsprufur.

Skilafrestur rann út 1. febrúar 2021.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum.

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími