22. Des. 2020

Komdu á trúnó með Þjóðleikhúsinu!

Fæddist þú á árunum 2000-2005? Við erum forvitin um hvað brennur á þér.

Þjóðleikhúsið óskar eftir hugmyndum um umfjöllunarefni fyrir nýtt og spennandi verkefni fyrir ungt fólk, Trúnó, sem þróað verður á glænýju sviði Þjóðleikhússins, Loftinu.

Sendu okkur hálfa síðu (allt að 350 orð) í formi frásagnar, leikatriðis eða smásögu um það sem þú myndir vilja sjá fjallað um.

Umsóknarfrestur var til 1. febrúar 2021.

 

Mikilvægt er að nafn þitt, símanúmer eða netfang komi fram svo hægt sé að ná í þig. Valdar tillögur verða þróaðar áfram með höfundum og umsjónaraðilum, þeim Dominique Sigrúnardóttir, leikkonu og leikstjóra, og Siggu Dögg kynfræðingi.

Dominique Gyða Sigrúnardóttir, leikkona og leikstjóri, og Sigga Dögg kynfræðingur hafa umsjón með Trúnó.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími