09. Des. 2020

Dóttir Faraós í Hljóðleikhúsinu

Dóttir Faraós eftir Jón Trausta verður flutt í Hljóðleikhúsinu í kvöld kl. 20. Hlýða má á beina útsendingu á vef Þjóðleikhússins eða á Facebooksíðu leikhússins, og síðar verður upptaka gerð aðgengileg í Leikhúshlaðvarpinu.

Jón Trausti er best þekktur fyrir skáldsögur sínar, t.d. Heiðarbýlið og Önnu frá Stóruborg en skrifaði leikritið Dóttir faraós árið 1914. Verkið hefur aldrei verið sett upp en er um margt forvitnilegt verk. Þar segir blind eldri kona barnabörnum sínum sögu um dóttur faraós sem kemur til Íslands í líki sels, Íslendingur verður ástfanginn af henni, stelur hamnum og kyrrsetur hana hjá sér. Verk um manninn í dýrinu og dýrið í manninum.

Leikstjóri er Anna María Tómasdóttir sem lærði leikstjórn í New York og leikstýrir hér sínu fyrsta verki í Þjóðleikhúsinu.

Sjá nánar um flutninginn hér.

Áður hafa verið flutt í Hljóðleikhúsinu á fimmtudagskvöldum Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson, Rung læknir eftir Jóhann Sigurjónsson og Skugga-Sveinn eftir Matthías Jochumson. Upptökur eru aðgengilegar á vef Þjóðleikhússins og í Leikhúshlaðvarpinu. Sjá nánar hér.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími