26. Nóv. 2020

Rung læknir í Hljóðleikhúsinu í kvöld

Hljóðleikhús Þjóðleikhússins hóf göngu sína fyrir viku með beinni útsendingu á Skugga-Sveini og mæltist hún afar vel fyrir. Við höldum áfram að leita í gullkistu íslenskrar leikritunarsögu. Í kvöld kl. 20 verður flutt leikrit Jóhanns Sigurjónssonar Rung læknir, í leikstjórn Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur og þýðingu Bjarna Jónssonar. Hægt er að hlusta á Hljóðleikhúsið í beinni útsendingu á vef Þjóðleikhússins og Facebooksíðu, en flutningurinn er svo gerður aðgengilegur í Leikhúshlaðvarpinu.

Rung læknir var samið á dönsku árið 1905. Það fjallar um tilraunir Rungs læknis til að finna mótefni gegn berklum og um ástina í lífi hans. Verkið talar sterkt inn í samtímann nú þegar faraldur geisar og vísindamenn eru í óða önn við að þróa bóluefni. Rung læknir hefur aldrei verið sett upp á sviði hér á landi en er af mörgum talið með athyglisverðustu verkum Jóhanns Sigurjónssonar. Vigdís Hrefna Pálsdóttir er nýkomin heim úr meistaranámi í leikstjórn frá Bretlandi og leikstýrir hér sínu fyrsta verki. Leikendur eru Arnmundur Ernst B. Björnsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Hilmar Guðjónsson.

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími