Leikari
Björn Thors útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2003. Hann hefur m.a. leikið í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá Vesturporti, Frú Emilíu, Volksbühne, Burgtheater, Lyric Hammersmith og The Royal Alexandra. Í vetur leikur Björn í Íbúð 10B og leikstýrir Nýju eldhúsi eftir máli í Þjóðleikhúsinu. Hann leikstýrði hér Saknaðarilmi. Meðal nýlegra verkefna sem leikari í Þjóðleikhúsinu eru Yerma, Ekki málið, Vertu úlfur, Nokkur augnablik um nótt og Atómstöðin. Meðal verkefna hans sem höfundur eru Kenneth Máni og heimildaverkið Flóð. Björn hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, m.a. í Kötlu, Brotum, Svari við bréfi Helgu, París norðursins, Djúpinu og Frosti. Björn hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir Vertu úlfur, Græna landið, Vestrið eina, Íslandsklukkuna og Afmælisveisluna. Hann hefur hlotið Stefaníustjakann og fékk Edduverðlaunin fyrir Svar við bréfi Helgu og Fangavaktina, og hefur hlotið þrjár tilnefningar til verðlaunanna að auki.