
Á rauðu ljósi
Stressaðu þig upp með Stínu
SVIÐ
Kjallarinn
Samstarfsaðili
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Frumsýnt
nóvember 2023
Lengd
80 mín
Gamansýning um stress
Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir stendur fyrir sýningunni Á rauðu ljósi. Á rauðu ljósi er einnar konu sýning sem er blanda af uppistandi, einleik og einlægni.
Kristín Þóra fer um víðan völl í verkinu en megináhersla er á stress, streitu, seiglu, aumingjaskap og dugnað.
Gamansýning um stressið sem fylgir því að vera manneskja. Stressaðu þig upp með Stínu í Þjóðleikhúskjallaranum.
Verið hress, alltaf með stress, bless.
