

Gefðu þrjár gjafir í einu – Tilhlökkun, upplifun og ógleymanlegar minningar
Gjafakort Þjóðleikhússins felur í sér ógleymanlega stund á sýningu að eigin vali hvenær sem þiggjandanum hentar. Hægt er að stækka gjöfina með veitingum fyrir sýningu og í hléi. Einnig er hægt að velja upphæð sem hentar til að setja á gjafakortið. En almennu gjafakort Þjóðleikhússins falla aldrei úr gildi.
Það eru líka spennandi tilboð í gangi sem gilda á valdar sýningar og tilhlökkunin fylgir alltaf frítt með!



Kaupa gjafakort


Bættu við veitingum á gjafakortið
Í nýju umhverfi stóraukum við framboð á
veitingum í Þjóðleikhúsinu.
Það er því tilvalið að bæta við veitingum
til að gera kvöldið enn eftirminnilegra.

Bættu leikhúsbók eða leikriti í pakkann
Bættu leikhúsbók með í pakkann.
leikhúsbókabúð Þjóðleikhússins eru á boðstólum leikhúsbækur af öllu tagi á kostakjörum, þar má finna leikrit og leikritasöfn, bækur um leikhús og leikhúsfólk, fræðirit um fagið og skáldverk sem tengjast leiksýningum Þjóðleikhússins. Þar er einnig boðið upp á eigin útgáfu leikhússins á völdum nýjum leikritum og þýðingum. Í versluninni er auk þess fáanlegur ýmiskonar varningur sem tengist sýningum hússins, geisladiskar og mynddiskar.Leikhúsbókabúðin er opin á opnunartíma miðasölu leikhússins og á sýningarkvöldum.