13. Okt. 2021

Ukulellur með afmælistónleika í Kjallaranum

Ukulellur fagna þriggja ára afmæli sveitarinnar með tvennum tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum 15. og 16. október. Þar verður slegið á létta strengi í tali og tónum. Fyrir þremur árum kviknaði hugmynd um að stofna hljómsveit. 13 hinsegin konur sem spila á ukulele, bassa og slagverk. Það getur ekki klikkað!


Lítið sem ekkert hafði verið sungið um líf og reynsluheim miðaldra kvenna og enn minna um reynsluheim lesbískra kvenna á besta aldri, en Ukulellurnar hafa á síðustu þremur árum bætt í það skarð.

Textasafnið telur hátt í fjörutíu texta, frumsamin lög eru farin að heyrast í útvarpi og í ágúst síðastliðnum gerðu Ukulellur garðinn frægan á World Pride og Fluid Festival í Kaupmannahöfn.

Tónleikarnir hefjast kl 17:00 báða dagana og spenningurinn er í hámarki!

KAUPA MIÐA
Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími