Ukulellur – þú vissir ekki að þær vantaði í líf þitt!
Svið
Kjallarinn
Ukulellur eru hópur (miðaldra) lesbía sem semja eigin texta við þekkt lög og leika flestar undir á ukulele. Ukulellur syngja um líf miðaldra kvenna og allt það sem sameinar þann hóp eins og fram kemur t.d. í lögunum um breytingaskeiðið, lesgleraugun og liðskiptin. En þær syngja líka um það sem brennur sérstaklega á lesbískum konum, ástina í allri sinni dýrð, sambönd og sambandsslit, fordóma og fyrirmyndir.
Tvær sýningar í október!