06. Okt. 2021

Á þriðja þúsund leikskólabarna í heimsókn í Þjóðleikhúsið

Á hverju ári býður Þjóðleikhúsið elstu deildum leikskóla í heimsókn. Í ár munu um 2500 börn sjá leiksýninguna Ég get. Þetta er 13 árið i röð sem Þjóðleikhúsið býður elsta árgangi leikskólabarna á Stór-Reykjavíkursvæðinu í leikhúsheimsókn og í ár munu börn úr u.þ.b. 50 leikskólum þiggja boð í leikhúsið.

Ég get er ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar. Þar kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt. Sýningin er skemmtileg leikhúsupplifun fyrir börn sem eru að læra á heiminn.

Þess má geta að Ég get var tilnefnd til Grímuverðlaunanna leikárið 2017/18.  Leikstjóri sýningarinnar er Björn Ingi Hilmarsson og leikarar eru þau Þórey Birgisdóttir og Ernesto Camilo Aldazabal Valdes. Búninga hannar Leila Arge. Leikmynd gerði Högni Sigurþórsson. Hljóðmynd vann Kristinn Gauti Einarsson og lýsingu Hermann Karl Björnsson.

Þjóðleikhúsið hefur alltaf lagt sérstaka áherslu á leikhúsuppeldi og fræðslu fyrir yngstu leikhúsgestina og hefur af því tilefni látið útbúa kennsluefni í  samstarfi við  leiklistarkjörsvið menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem byggir á þessari sýningu
Sjá frétt!

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími