19. Okt. 2021

Troðfullt, galopið Þjóðleikhús og öllum samkomutakmörkunum aflétt

Öllum samkomutakmörkunum hefur nú verið aflétt í leikhúsum landsins. Við hlökkum til að bjóða aftur upp á leikhúsupplifun, eins og hún á að vera. Við þökkum ykkur fyrir þann góða skilning sem þið sýnduð á aðstæðum leikhússins á þessum skrítnu tímum og ítrekum að þrátt fyrir þessar breytingar munum við áfram sýna varkárni í öllu okkar verklagi.

Haustið hefur farið frábærlega af stað í Þjóðleikhúsinu þrátt fyrir samkomutakmarkanir og miðar bókstaflega rjúka út. Nýlega voru aðventusýningar hússins, Leitin að jólunum, Lára og Ljónsi – jólasaga og Jólaboðið sett í sölu og viðtökurnar eru hreint út sagt frábærar.

Við minnum á að sala leikhúskorta er í fullum gangi líkt og sala gjafakortanna okkar vinsælu sem eru ávísun á tilhlökkun, upplifun og ógleymanlegar minningar.

Við hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu!

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími