20. Okt. 2021

Sýningin okkar á Loftinu.

Leikhópurinn Konserta frumsýnir Sýningin okkar á Loftinu í Þjóðleikhúsinu

Leikhópurinn Konserta frumsýnir sitt fyrsta leikverk Sýningin Okkar á Loftinu í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 22. október. Þau Jóhann Kristófer Stefánsson og Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko sviðshöfundar og tónlistarfólk eru bæði höfundar og flytjendur verksins. Leikhópurinn notast við handahófs,- og óreiðukenndar vinnuaðferðir við sköpun sviðsverka.

Sýningin Okkar er bráðfyndið og djarft verk sem fjallar um hvað það er óbærilegt að vera manneskja í nútímasamfélagi. Markmið hópsins er að sýna ungu fólki að leikhúsformið sé því viðkomandi með aðferðar- og fagurfræði snjallsímans að leiðarljósi.

Heiðbrá hafði gefið upp alla von þar til hún hitti ástina sína hinum meginn á hnettinum sem kynnti hana fyrir mætti „cacao“. Síðan þá hefur parið staðið í stórræðum og planar hvern viðburð á fætur öðrum. Framtíðin hefur aldrei verið bjartari.

KAUPA MIÐA

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími