21. Okt. 2021

Elstu bekkir grunnskóla fylla Þjóðleikhúsið dag eftir dag

Um þessar mundir streyma nemendur elstu bekkja grunnskóla í Þjóðleikhúsið til að sjá sýninguna Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson en verkið skrifaði hann sérstaklega fyrir Þjóðleikhúsið. Verkið hefur verið sýnt á yfir 20 stöðum á landsbyggðinni en nú fá unglingar á höfuðborgarsvæðinu að njóta.

Þjóðleikhúsið hefur mikilvægt fræðsluhlutverk sem það leysir af hendi með margvíslegum hætti, meðal annars með því að bjóða leikskóla- og grunnskólabörnum á sýningar. Í ár bjóðum við elstu bekkjum grunnskóla að sjá verkið Vloggið, sem Matthías Tryggvi Haraldsson skrifaði sérstarklega fyrir Þjóðleikhúsið. Vloggið var frumsýnt  í Hofi á Akureyri á ágústlok og í framhaldi af því var verkið sýnt á hátt í 20 stöðum á landsbyggðinni en nú er komið að höfuðborgarsvæðinu.

Vloggið er spennandi hugleiðing um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandsveituna Youtube. Þau Konráð og Sirrý, sem leikin eru af þeim Kjartani Darra Kristjánssyni og Þóreyju Birgisdóttur, flytja heiminum mikilvæg skilaboð í von um að verða heimsfræg eða allavega að geta bjargað einhverjum unglingi frá glötun. En kannski snýst þetta, ómeðvitað um að fá viðurkenningu frá hinum krökkunum í skólanum.

Leikarar eru þau Þórey Birgisdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson.

Leikstjórn

Björn Ingi Hilmarsson

Búningar

Ásdís Guðný Guðmundsdóttir

Leikmynd

Björn Ingi Hilmarsson

Tónlist

Áslákur Ingvarsson

Lýsing

Halldór Örn Óskarsson

Myndband og tæknistjórn

Ásta Jónína Arnardóttir

 

Opnunartími miðasölu

Miðasala Þjóðleikhússins er opin virka daga frá kl. 14 – 18 og til kl. 20.00 á sýningarkvöldum. Um helgar er miðasalan opin frá kl 11 – 18 og til kl 20:00 á sýningarkvöldum

Heimilisfang
Hverfisgata 19, 101 reykjavík
Sjá á korti
Sími